Merki Félags kvikmyndagerðarmanna
*/?>
koldslodBma.jpg

Um FK

Félag kvikmyndagerðarmanna

Stofnað 1966


Félag kvikmyndagerðarmanna er heildarsamtök kvikmyndagerðarmanna og stendur vörð um hagsmuni þeirra og höfundarrétt.

Félag kvikmyndagerðarmanna er skipulagt á grundvelli hinna ýmsu starfsgreina innan kvikmyndagerðar svo sem kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu, kvikmyndastjórnunar osfv. Þó félagið sé fagfélag en ekki stéttarfélag vinnur það að hagsmunamálum félagsmanna eins og gerð samninga, en stór hluti kvikmyndagerðarmanna á Íslandi er sjálfstætt starfandi.

Félag kvikmyndagerðarmanna er opið öllu fagfólki í kvikmyndagerð.

---

Félag kvikmyndagerðarmanna gaf út tímaritið Land og syni frá árinu 1995. Blaðið er málgagn kvikmyndagerðarmanna og vettvangur umræðu og upplýsinga um hvaðeina sem snýr að faginu. Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur gefið út Land og syni á síðustu árum en liggur nú niðri. IKSA heldur nú úti vefnum www.logs.is og www.eddan.is. Blaðið kom á sínum tíma út tvisvar á ári og var sent félögum FK og meðlimum Kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar en einnig til fjölmiðla, þingmanna og annarra sem fjalla um málefni kvikmyndagerðar á Íslandi.

---

Félag kvikmyndagerðarmanna er aðili að Innheimtumiðstöð gjalda (IHM) sem innheimtir gjald af óáteknum myndböndum til að bæta skaða á höfundarrétti sem höfundar verða fyrir vegna upptöku á efni sýndu í sjónvarpi. Tekjum FK úr IHM er ráðstafað gegnum Höfundasjóð FK. Í sjóðinn sækja þeir kvikmyndastjórar, tökumenn, hljóðmenn og klipparar sem eiga höfundarrétt að efni sem sýnt er í sjónvarpi á Íslandi.

---

Félag kvikmyndagerðarmanna er einn þriggja eigenda Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA). Viðamesta verkefni Akademíunnar er hin árlega Edduhátíð þar sem veitt eru verðlaun fyrir ýmsa þætti kvikmyndagerðar og athygli almennings vakin á því sem vel er gert á þessu sviði.

---

Félag kvikmyndagerðarmanna er einn af stofnendum Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem er elsta kvikmyndahátíð á norðurlöndum. Hátíðin hefur í gegnum tíðina veitt Íslendingum innsýn í margt af því sem athyglisverðast er í kvikmyndagerð samtímans.

---

Félag kvikmyndagerðarmanna setti á stofn alþjóðlega stutt- og heimildamyndahátíðina; Reykjavík Short’s and Doc’s. Á hátíðinni eru sýndar heimilda- og stuttmyndir hvaðanæva úr veröldinni ásamt því sem best er gert á þessu sviði hér á landi. Þá eru haldin málþing og námskeið í tengslum við hátíðina.

---

Félag kvikmyndagerðarmanna á fulltrúa í stjórn Filmkontakt Nord sem stendur að heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama. Hátíðin ferðast um Norðurlöndin fimm sem eiga aðild að Film Kontakt Nord; Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, og Svíþjóð. Hún er því haldin fimmta hvert ár á Íslandi. Í tengslum við hátíðina er Nordisk Forum, en það er vettvangur þar sem framleiðendum heimildamynda gefst tækifæri til að kynna verk sín fyrir erlendum sjónvarpsstöðvum.

Félag kvikmyndagerðarmanna á fulltrúa í stjórn MEDIA upplýsingaskrifstofunnar á Íslandi en MEDIA áætlunin er þróunaráætlun Evrópusambandsins sem miðar að því að styrkja framleiðslu kvikmynda í Evrópu.

---

Félag kvikmyndagerðarmanna á fulltrúa í Kvikmyndaráði sem er stjórnvöldum til ráðgjafar um kvikmyndamál og er umsagnaraðili um ráðningu forstöðumanns Kvikmyndastofnunar. Félag kvikmyndagerðarmanna var í forustu baráttunnar fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs sem var undanfari Kvikmyndastofnunar.

---

Félag kvikmyndagerðarmanna er aðili að Bandalagi íslenskra listamanna sem stendur vörð um sameiginlega hagsmuni allra listamanna í landinu. Félagið er einnig aðili að fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík.

---

Félag kvikmyndagerðarmanna heldur reglulega félagsfundi þar sem félagsmönnum gefst kostur á að skiptast á skoðunum, efla tengsl sín á milli og fylgjast með því sem er að gerast í kvikmyndagerð heima og erlendis.

Félag kvikmyndagerðamanna / The Icelandic Film Makers Association | Hverfisgata 54 | 101 Reykjavík | Iceland
Vefhönnun: Hugsa sér!
Merki Félags kvikmyndagerðarmanna